56. fundur
atvinnuveganefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 6. júní 2023 kl. 09:10


Mætt:

Stefán Vagn Stefánsson (SVS) formaður, kl. 09:20
Gísli Rafn Ólafsson (GRÓ) 1. varaformaður, kl. 09:20
Berglind Ósk Guðmundsdóttir (BGuðm) 2. varaformaður, kl. 09:20
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:20
Friðjón R. Friðjónsson (FRF) fyrir Hildi Sverrisdóttur (HildS), kl. 09:20
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 09:20
Inga Sæland (IngS), kl. 09:20
Oddný G. Harðardóttir (OH), kl. 09:50
Sigurjón Þórðarson (SigurjÞ), kl. 10:30
Teitur Björn Einarsson (TBE), kl. 09:20
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP), kl. 09:20

Inga Sæland vék af fundi kl. 10:30 og Sigurjón Þórðarson kom inn í hennar stað. Berglind Ósk Guðmundsdóttir vék af fundi kl. 11:00.

Nefndarritari: Ívar Már Ottason

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:20
Frestað.

2) 120. mál - búvörulög Kl. 09:10
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Vigdísi Häsler, Vilberg Gylfason og Kristínu Heklu Örvarsdóttur frá Bændasamtökum Íslands, Ólaf Stephensen Félagi atvinnurekenda og Ásu Þórhildi Þórðardóttur og Elísabetu Önnu Jónsdóttur frá matvælaráðuneyti.

3) 53. mál - velferð dýra Kl. 10:10
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Vigdísi Häsler, Vilberg Gylfason og Kristínu Heklu Örvarsdóttur frá Bændasamtökum Íslands, Ólaf Stephensen Félagi atvinnurekenda og Ásu Þórhildi Þórðardóttur og Elísabetu Önnu Jónsdóttur frá matvælaráðuneyti.

4) 983. mál - raforkulög og Orkustofnun Kl. 10:30
Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt af Stefáni Vagni Stefánssyni, Berglindi Ósk Guðmundsdóttur, Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur, Friðjóni R. Friðjónssyni, Hönnu Katrínu Friðriksson, Teiti Birni Einarssyni og Þórarni Inga Péturssyni.

Að nefndaráliti meiri hluta standa Stefán Vagn Stefánsson, Berglind Ósk Guðmundsdóttir, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Friðjón R. Friðjónsson, Teitur Björn Einarsson og Þórarinn Ingi Pétursson.

5) 943. mál - raforkulög Kl. 10:45
Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt af Stefáni Vagni Stefánssyni, Berglindi Ósk Guðmundsdóttur, Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur, Friðjóni R. Friðjónssyni, Hönnu Katrínu Friðriksson, Teiti Birni Einarssyni og Þórarni Inga Péturssyni.

Að nefndaráliti meiri hluta standa Stefán Vagn Stefánsson, Berglind Ósk Guðmundsdóttir, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Friðjón R. Friðjónsson, Teitur Björn Einarsson og Þórarinn Ingi Pétursson.

6) 976. mál - veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða Kl. 11:00
Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt af Stefáni Vagni Stefánssyni, Berglindi Ósk Guðmundsdóttur, Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur, Friðjóni R. Friðjónssyni, Hönnu Katrínu Friðriksson, Teiti Birni Einarssyni og Þórarni Inga Péturssyni.

Að nefndaráliti meiri hluta standa Stefán Vagn Stefánsson, Berglind Ósk Guðmundsdóttir, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Friðjón R. Friðjónsson, Teitur Björn Einarsson og Þórarinn Ingi Pétursson.

Að nefndaráliti 1. minni hluta stendur Gísli Rafn Ólafsson.
Að nefndaráliti 2. minni hluta stendur Hanna Katrín Friðriksson.
Að nefndaráliti 3. minni hluta stendur Sigurjón Þórðarson.

7) Önnur mál Kl. 11:10
Sigurjón Þórðarson lagði fram eftirfarandi bókun:

Það væri svartur blettur á ásýnd þjóðarinnar í alþjóðasamfélaginu ef Alþingi virðir að vettugi þær ábendingar sem hafa komið fram um blóðmerahald á grundvelli núgildandi laga brjóti í bága við þjóðréttarlegar skuldbindingar okkar um dýravernd. Það er nauðsynlegt að afgreiða frumvarp um bann við blóðmerahaldi út úr nefnd þannig að málið hljóti umræðu í þingsal og fari í atkvæðagreiðslu. Rökstutt álit ESA hefur sýnt fram á það að áframhaldandi blóðmerahald brýtur í bága við reglur um dýratilraunir og vernd dýra.

Óskað var eftir að ítrekaðar yrðu óskir um minnisblöð frá matvælaráðuneyti.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:15